ION - Þingvellir
ION svæðið á Þingvöllum
Almennar upplýsingar
ION svæðið er eitt af stórkostlegustu veiðisvæðum landsins. Árlega veiðast urriðar upp undir 30 pund og fá veiðisvæði á Íslandi eru jafn gjöful og ION svæðið. Hér hafa margir draumafiskar veiðst á síðustu árum og eflaust eiga margir eftir að veiða stærsta fisk lífs síns á svæðinu.
Bóka veiðileyfi
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Ekið er inn afleggjara hjá bóndabænum Nesjar og keyrt eftir heimreiðinni. Þegar um 300-400 metrar eru í bóndabæinn er beygt til hægri á eina slóðanum sem liggur til hægri. Sá slóði liggur beint niður í Þorsteinsvík. Veiðimenn leggja bílum sínum í sandfjörunni.
Þegar keyrt er í Ölfusvatnsós er keyrður Grafningsvegur efri 360, að Ljósafossvirkjun. Þaðan er beygt niður af veginum við Ölfuvatnsá og bílnum lagt á lítið bílastæði við enda slóðans. Þaðan ganga menn niður að Ölfusvatnársós.
Vinsælar flugur
Ýmsir streamerar eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl. o.fl.., Púpur í ýmsum stærðum og suma daga hafa þurrflugur gefið vel.
Hentug veiðitæki
Einhenda fyrir línu 6-8, flotlína og langir grannir taumar. það hefur færst í vöxt að sumir veiðimenn noti switch stangir, ca 11 fet, fyrir línu 7-8.
Merktir fiskar
Gisting
Það fylgir ekki veiðihús vatnasvæðinu en við bendum á gistingu á ION hóteli en þar er einnig veitingastaður og veiðibókin þar sem afli er skráður.
Information
Staðsetning
Þingvallavatn. Ölfusvatnsárós: 64.131540, -21.093888 Þorsteinsvík: 64.151775, -21.204045
Fjöldi stanga
4 stangir, 2 og 2 stangir seldar saman.
Leyfilegt agn
Eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt.
Kvóti
Öllum fiski sleppt.
Veiðitímabil
15. apríl - 15. september
Daglegur veiðitími
8:00-14:00 og 16:00-22:00 Frá 20. ágúst 08:00-14:00 og 15:00-21:00
Veiðivarsla
S. 855 2680 & 855 2681
Skráning afla
Veiðibók er í kjallara ION hótelsins og eru menn skyldir að skrá allan afla í lok dags. Einnig er hægt að senda veiðitölur á info@icelandoutfitters.com
Veiðikort