Leirá, vorveiði

Leirá í Leirársveit, vorveiði

Almennar upplýsingar

Leirá býður upp á eina áhugaverðustu sjóbirtingsveiðina nálægt Reykjavík.  Leirá er lítil tveggja stanga á sem leynir á sér.  Einn besti hylurinn er Brúarhylur nr. 4 en hann er við Þjóðvegsbrúnna.  24 merktir staðir eru í Leirá og er hún um 7 km löng. 

Bóka veiðileyfi

Það eru engin dagbókaratriði ennþá.

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Leirá er staðsett í um 40 mín akstri frá Reykjavík.  Ef keyrt er frá Reykjavík þá er Leirá næsta á sem komið er að, eftir Laxá í Leirársveit.
 
24 merktir staðir eru í Leirá og er hún um 7 km löng.

Vinsælar flugur

Ýmsar litlar straumflugur eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl.,
Púpur í ýmsum stærðum.

Hentug veiðitæki

Einhendur fyrir línuþyngdir #5-7

 

Gisting

Lítill en huggulegur bústaður fylgir Leirá og sést hann frá Þjóðvegsbrúnni.  Beygt er upp að honum á slóða alveg við brúna. 

Aðstaða:
Bústaðurinn er lítill.  Eldhús/stofa með litlum ísskáp, 2 x gashellum, örbylgjuofni, gasgrilli og vöðlugeymslu á verönd.  Borðbúnaður fyrir 6.  Vinsamlegast takið með ykkur rúmföt og allt lín, tuskur, viskastykki og annað sem þarf. 

Gistipláss fyrir 4+.  Sængur og koddar fyrir 4. 
1 svefnherbergi með 2 x 80 cm rúmum.  Svefnloft með 2 x 100 cm breiðum dýnum.  Svefnsófi 150 cm breiður

 

Information

Staðsetning

Veiðihús:

Fjöldi stanga

2 stangir seldar saman.

Leyfilegt agn

Eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt.

Kvóti

Öllum fiski sleppt.

Veiðitímabil

Vorveiði: 1. apríl - 15. maí

Daglegur veiðitími

8:00-20:00

Veiðivarsla

S. 855 2680 & 855 2681

Skráning afla

Veiðibók er í veiðihúsi. Vinsamlegast skráið allan afla.